Þann 3. maí síðastliðinn hélt BHM kynningarfund fyrir félagsmenn AÍ í Borgartúni 6. Alls mættu 10 félagsmenn Arkitektafélagsins á fundinn. Anna Sigurborg Ólafsdóttir, forstöðumaður Starfsþróunarsetur háskólamanna, hóf fundinn með kynningu á setrinu og þeim styrkjum sem félagsmenn AÍ geta sótt um til setursins. Þar á eftir var Benóný Harðarson, ráðgjafi hjá Starfsmenntunar-og Sjúkrasjóði BHM, með kynningu á starfsmenntunar-, sjúkra-og orlofssjóði félagsins. Í lokin tók Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri arkitektafélagsins, við spurningum úr sal. Félagsmenn Arkitektafélagsins sem mættu voru mjög áhugasamir og voru umræður fyrir og eftir fundinn líflegar. Við þökkum BHM kærlega fyrir mjög góðan og upplýsandi fund.
NÝJUSTU FÆRSLUR
- Þú ert á óvirkum og gömlum vef Arkitektafélags Íslands
- Vefur AÍ-Nýjar færslur á nýjum vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
- AÍ og SAMARK gera alvarlegar athugasemdir við útboð í Reykjanesbæ
- Opinber stuðningur við nýsköpun-Frumvarp
- Drög að reglugerð um hlutdeildarlán-Hagkvæmt húsnæði
- (án titils)
- Siðareglur Arkitektafélags Íslands og úrskurður siðanefndar
- Samkeppni: Bókmenntamiðstöð í John Knox House í Edinborg
- BAS arkitektaskólinn í Bergen leitar að nýjum skólastjóra
- Borgarbyggð auglýsir laust starf deilarstjóra skipulags- og byggingarmála