Arkitektafélagi Íslands barst eftirfarandi póstur frá skrifstofu Alþingis.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu, 147. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is  Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0147.html

Vakin er athygli á því að nefndastarf fastanefnda Alþingis er rafrænt. Óskað er eftir að umsagnir og erindi verði send á rafrænu formi.

Bent skal á að umsagnir og gögn um málið birtast á vef Alþingis undir fyrirsögninni Innsend erindi á síðu viðkomandi þingmáls.

Leiðbeiningar um ritun umsagna er að finna á vef Alþingis á slóðinni www.althingi.is/vefur/nefndaumsagnir.html