Fundur Fólksins verður haldin í Norræna húsinu 2. – 3. september næstkomandi. Fundur Fólksins er lýðræðishátið að norænni fyrirmynd þar sem samtal og skoðanaskipti milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka er leiðarstefið.
Arkitektafélag Íslands mun taka þátt í fundinum með BÍL en óskað er eftir áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í undirbúningsvinnu um aðkomu AÍ að fundinum.
Þeir sem hafa áhuga á að vera í undirbúningshópi AÍ sendið póst á framkvæmdastjóra AÍ fyrir 11. ágúst næstkomandi, astarut@ai.is.
Nánari upplýsingar um Fund Fólksins eru hér.
(Sett á vef 8. ágúst 2016)