Þriðjudaginn 24. apríl hélt svissneski arkitektinn Stefan Marbach, einn aðaleigandi svissnesku arkitektastofunnar Herzog & de Meuron, fyrirlestur í Norræna húsinu. Þar veitti hann innsýn inn í fjögur valin verkefni:  Prada verslun í Tokyo, Japan (2001-2003); MiuMiu verslun í Tokyo, Japan (2014-2015); íþróttaleikvang í Bordeaux, Frakklandi (2011-2012); fótboltaleikvang (Chelsea) í London, Englandi. Fullt var út úr dyrum á fyrirlesturinn og þurfti fólk frá að hverfa vegna fjölda. Við þökkum Stefan kærlega fyrir áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur

LHÍ, Arkitektafélag Íslands, Hönnunarmiðstöð og SAMARK stóðu fyrir fyrirlestrinum.

Nánar um Herzog & de Meuron: https://www.herzogdemeuron.com/