Dreifing hugmynda um hringbrautir. Ólíkar útfærslur á borgarskipulagi í Brussel, Genf og Reykjavík 1781 – 1935

Fyrirlestur Astridar Lelarge um doktorsritgerð hennar í sagnfræði í samvinnu Universtité Libre de Bruxelles (ULB) og Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 104 á Háskólatorgi og hefst kl. 12:00.

Ritgerðin fjallar um sögu borgarskipulags. Rannsóknin beinist að því hvernig kennileiti í borgarlandslagi (torg, hringtorg, skemmtigarðar, o.s.frv.) taka mið af því sem tíðkast í öðrum borgum. Rannsóknin er söguleg og varpar ljósi á það hvernig ákveðin form birtast í skipulagi ólíkra borga og hvernig þessi skipulagsmynstur þróast í tímans rás.

Hringbrautir eru eitt slíkra forma. Þær eru samgönguæðar sem eiga það sameiginlegt að liggja kringum ákveðin svæði, og afmarka þau um leið. Á frönsku kallast slíkar brautir boulevards, á þýsku Ringstraßen, á ensku ring roads og á íslensku hringbrautir. Þessi tegund vega einkennir einkennir skipulag margra evrópskra borga og er enn oft notað.

Doktorsritgerðin greinir hvernig þetta skipulagsform breiddist út og var notað frá því seint á 18. öld fram á fyrri hluta 20. aldar. Þar er fjallað um framkvæmd slíkra verkefna og þá sem komu að þeim (arkitekta, verkfræðinga, o.s.frv.) í þremur borgum, Brussel, Genf og Reykjavík.

Hvenær hefst þessi viðburður:

31. ágúst 2016 – 12:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 104
hi_logo
(Sett á vef 30. ágúst 2016)