Málþing um hönnun ferðaþjónustu verður haldið fimmtudaginn 9. nóvember kl. 15:00-17:00 í Iðnó. Málþingið er haldið samhliða Hönnunarverðlaunum Íslands, sem afhent verða seinna um kvöldið.  Sjö myndrænir fyrirlestrar um vægi hönnunar í framúrskarandi ferðaþjónustuverkefnum veita innblástur í lifandi og hnífskörpum panelumræðum. Málþingið er skipulagt af Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Íslandsstofu, Landsvirkjun, Listaháskóla Íslands og Samtök Iðnaðarins. Þrír af félagsmönnum okkar verða með fyrirlestur á málþinginu en þau eru Kristján Þór Kristjánsson, Steinþór Kári Kárason og Sigrún Birgisdóttir.

Smelltu hér til að skrá þig.

Dagskrá málþingsins

Ávarp

Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor lhí

Örfyrirlestrar

 • Kristján Örn Kjartansson arkitekt / Krads
 • Ívar Björnsson vöruhönnuður
 • Steinþór Kári Kárason arkitekt / Kurtogpí
 • Sigurður Þorsteinsson hönnuður og CCO / Design Group Italia  
 • Sigrún Birgisdóttir arkitekt / LHÍ
 • Lemke Meijer gagnvirkur hönnuður / Gagarín
 • Hlín Helga Guðlaugsdóttir hönnuður og ráðgjafi / Capacent

Kaffihlé

Panelumræður

 • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Ráðherra / ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunar
 • Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri / Samtök ferðaþjónustunnar
 • Óskar Jósefsson framkvæmdastjóri / Stjórnstöð ferðamála
 • Ragna Árnadóttir Aðstoðarforstjóri / Landsvirkjun
 • Grímur Sæmundsen forstjóri / Bláa lónið
 • Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri / SI

Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt sama dag á sama stað.

 • kl. 20.30 Fordrykkur
 • kl. 21.00 Afhending Hönnunarverðlauna Íslands
 • kl. 22.00 Babies ball