Í tilefni af Alþjóðlegum degi arkitektúrs mánudaginn 1. október ætlar Arkitektafélag Íslands að bjóða upp á göngur fyrir unga sem aldna um arkitektúr. Þetta er í fyrsta sinn sem Arkitektafélagið býður upp á göngur sem þessar. Alþjóðlegur dagur arkitektúrs er haldinn alþjóðlega fyrsta mánudag í október ár hvert. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli almennings á hinu
byggða umhverfi.  

Alla göngurnar hefjast á sama tíma kl. 17:30.

Göngurnar sem farnar verða í ár eru: 

Austurbakki-109 Reykjavík

 • Halldór Eiríksson, arkitekt, og Ágústa Kristófersdóttir, sagnfræðingur og forstöðumaður Hafnarborgar, leiða göngu um
  Austurbakkann í Breiðholti. Gangan hefst við  aðalinngang Breiðholtsskóla.  
 • Viðburður á facebook 

Freyjugata/Bjargarstígur/Skálholtsstígur-101 Reykjavík 

 • Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt, leiðir göngu í miðborg Reykjavíkur. Gangan hefst á horni Freyjugötu og Barónstígs og
  lýkur við tjörnina.  
 • Viðburður á facebook

Laugarnesvegur-105 Reykjavík 

 • Jóhann Einar Jónsson, arkitekt, leiðir göngu um Laugarnesveg í Reykjavík. Gangan hefst við Laugarnesveg 34, sem er fyrsta húsið við götuna. Gengið er niður Laugarnesveg og rýnt í spor sögunnar þar sem sérkennileg húsnúmer, fjölbreytileg byggingarefni og atvinnustarfsemi fyrri tíma koma við sögu. Gangan endar á Kirkjusandi þar sem uppbygging á nýju íbúðarhúsnæði, leikskóla og atvinnuhúsnæði er hafin. 
 • Viðburður á facebook 

Silfurtún-210 Garðabær 

 • Baldur Ó. Svavarsson, arkitekt, leiðir göngu um Silfurtúnið í Garðabæ, en þangað má rekja upphaf skipulagðrar byggðar í Garðabæ. Gangan hefst við Hagkaup í Garðabæ. 
 • Viðburður á facebook

Brákarbraut/Borgarbraut-310 Borgarnes 

 • Sigursteinn Sigurðsson, arkitekt, leiðir göngu um Brákarbraut/Borgarbraut í Borgarnesi. Gangan hefst við Landnámssetrið í
  Borgarnesi.  
 • Viðburður á facebook

Helgamagrastræti-600 Akureyri 

 • Árni Ólafsson, arkitekt, leiðir göngu um Helgamagrastræti á Akureyri, en sú gata er í fúnkísstíl frá upphafi til enda. Gangan hefst við anddyri sundlaugarinnar við Laugargötu.  
 • Viðburður á facebook

Við hvetjum alla félagsmenn til mæta og njóta!