Þau ánægjulegu tíðindi bárust Arkitektafélaginu um áramótin frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu að ráðuneytið myndi veita AÍ fjárstuðning upp á 1 milljón króna til að fagna aldarafmæli Guðjóns Samúelssonar, sem húsameistara ríkisins, með göngum um verk Guðjóns í apríl.

Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir félagið og mikilvægur liður í að kynna arkitektúr fyrir landsmönnum öllum.

Frekari upplýsingar um göngurnar munu berast síðar.