Bakland Listaháskóla Íslands stendur fyrir hádegisfundi á Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 9. maí kl. 12:00-13:00.

Kynnt verða drög að Stefnumörkun fyrir Listaháskólann og starfsáætlun Baklands LHÍ fyrir árið. Loks gefst gestum tækifæri til að ganga í gegnum útskriftarsýningu myndlistar-og hönnunardeilda með sýningarstjóra hennar, Birtu Fróðadóttur.

Markmið Baklandsins er að efla og styrkja Listaháskóla Íslands, tryggja tengsl skólans við listamenn, menningarstofnanir og atvinnulíf  og stuðla að faglegri umfjöllun um listir og samfélag.

Allir velkomnir, Baklandið.