Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í arkitektúr. Starfið felur í sér kennslu, rannsóknir og stefnumótun um nám í arkitektúr á bakkalárstigi, sem og uppbyggingu og þróun nýrrar námsbrautar í arkitektúr á meistarastigi. Háskólakennarar taka virkan þátt í uppbyggingu deildarinnar undir stjórn deildarforseta og skulu vera virkir þátttakendur í því fræða- og fagsamfélagi sem skólinn byggir upp. Um er að ræða 50% starfshlutfall með möguleika á auknu hlutfalli.

Hæfi umsækjanda verður metið í samræmi við reglur Listaháskóla Íslands um veitingu akademískra starfa, sjá nánar um hér.

Við ráðningu er lagt til grundvallar að umsækjandi sé starfandi arkitekt og hafi sterka faglega sýn og færni í faginu. Hann búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á almennri hönnun mannvirkja og skipulagi byggðar og að sjálfstæð listræn sýn endurspeglist í eigin verkum. Ennfremur er æskilegt að umsækjandi hafi reynslu af kennslu í arkitektúr á háskólastigi. Litið verður til hvaða hæfileika ætla megi að umsækjandi hafi til samstarfs við aðra og hvernig eiginleikar hans geti nýst til starfa innan skólans. Frammistaða hæfra umsækjenda í viðtölum mun hafa mikið vægi.

Menntunar- og hæfiskröfur

  • Fullnaðarnám til starfsréttinda í arkitektúr (MArch eða sambærilegt).
  • Sterk fagleg sýn og mikil starfsreynsla á sviði arkitektúrs.
  • Reynsla af kennslu og þróun náms á háskólastigi.
  • Góður skilningur á tengslum akademísks og faglegs starfs, rannsókna og kennslu.

Ítarlegri upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu LHÍ.

Tverholt