Miðvikudaginn 8. nóvember næstkomandi mun Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir námskeiði þar sem fjallað verður um stjórnun hönnunar og hlutverk hönnunarstjóra í hönnunarferlinu.

Kennarar á námskeiðinu eru þeir Helgi Már Halldórsson, arkitekt hjá ASK arkitektum og Ívar Pálsson hrl. hjá Landslögum.

Frekari upplýsingar um námskeið Endurmenntunar er að finna hér: Hönnunarstjórnun.

Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér styrki til sí-og endurmenntunar hjá sínu stéttarfélagi. Þeir félagsmenn sem eru skráðir í AÍ gegnum BHM geta kynnt sér úthlutunarreglur Starfsmenntunarsjóðs.