Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á sviði byggingaframkvæmda á skrifstofu heilbrigðisþjónustu.
Starfið heyrir undir skrifstofu heilbrigðisþjónustu sem annast verkefni sem varða skipulag heilbrigðisþjónustu, sérhæfingu og verkaskiptingu þjónustuaðila. Einnig eru á hennar sviði sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, heilsugæsla, heilbrigðisþjónusta utan stofnana, hjúkrunar- og dvalarheimili, læknisfræðileg endurhæfing og sjúkratryggingar

Helstu verkefni og ábyrgð
Undirbúningur, áætlunargerð, samningagerð og eftirfylgni vegna uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, viðbygginga og viðhaldsframkvæmda á heilbrigðisstofnunum í samstarfi m.a. við Framkvæmdasýslu ríkisins og Ríkiseignir.
Samskipti við framkvæmda-, eftirlits- og rekstraraðila hjúkrunarheimila auk annarra verkefna.

Hæfnikröfur
Menntun í verkfræði, arkitektúr, byggingarfræði eða byggingatæknifræði eða önnur sambærileg menntun.
Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
Þekking á sviði áætlanagerðar, stefnumótunar og markmiðasetningar.
Þekking á greiningarvinnu og kunnátta í að miðla upplýsingum með skýrum hætti.
Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfni til að taka virkan þátt í teymisvinnu.
Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Gott vald á íslensku og ensku, önnur tungumálakunnátta er kostur.
Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið

Umsóknarfrestur er til og með 19.08.2019