Kallað er eftir hugmyndum að verkefnum á  Listahátíð í Reykjavík 2018. Skilafrestur er til miðnættis 8. maí 2017.

Listahátíð í Reykjavík er orðin að tvíæringi á ný og mun næst fara fram 1.-17. júní 2018. Þema hátíðarinnar að þessu sinni verður ,,Heima“.  Hugtakið er einfalt og margrætt í senn og er opið til túlkunar.

Meðal annars má skoða hugmyndina um „heima“ í ljósi breyttrar heimsmyndar og þeirrar hreyfingar sem nú er komin á jarðarbúa bæði vegna stríðs- og efnahagsástands. Hvað er „heima“ fyrir þeim sem hefur misst allt? Að hve miklu marki hafa aukin ferðamennska, netheimar og alþjóðavæðingin áhrif á hugmyndir okkar um „heima“?

„Heima“ má líka skoða í menningarsögulegu samhengi. Árið 2018 verða liðin 100 ár frá því Ísland hlaut fullveldi. Hvað er heimaland? Hvernig tengist „heima“ sjálfsmynd einstaklinga og þjóðar?

Hvenær líður okkur eins og við séum „heima“? Hvað tengir okkur við staði og annað fólk á þann hátt að okkur finnst við vera „komin heim“? Er listin ef til vill leit að þessari tengingu?

Öllu listafólki er frjálst að senda inn hugmyndir fyrir hátíðina og mega þær vera af hvaða stærðargráðu og vera á hvaða vinnslustigi sem er; allt frá hugmynd að fullbúnu verkefni.  Á Listahátíð er sérstök áhersla lögð á nýsköpun og verkefni þar sem ólíkar listgreinar skarast. Þá er leitað eftir þátttökuverkum, verkum í almenningsrými og fjölskylduvænum viðburðum.

Hugmyndum þurfa að fylgja eftirfarandi upplýsingar:

Nafn á ábyrgðaraðila                                                                                                                                                                                                           Netfang
Símanúmer
Titill/vinnutitill á verkefni

Stutt lýsing á hugmynd/verkefni (250 orð)

Nánari gögn eins og við á

Hugmyndir sendist á netfangið: proposals@artfest.is

 ===============================================

“HOME”

Open call for ideas for projects at Reykjavik Arts Festival 2018.

Deadline: 8th of May 2017 (Midnight).

 Reykjavik Arts Festival has again become a biennial festival and will take place from the 1st to 17th of June 2018. The theme for the festival this time will be “Home”. The concept is both simple and complex and is left open for interpretation.

 One way to look at the concept is in the light of increasing migration and mobility of people around the globe for both political and economical reasons. What is ‘home’ to the one who has lost everything? To what extent has increased tourism, the internet and globalisation affected our concept of ‘home’?

 ‘Home’ can also be viewed from a cultural and historical perspective. The year 2018 marks the centenary of the Danish-Icelandic Act of Union, which recognised Iceland as a fully sovereign state. What is a ‘home country’? How does the idea of ‘home’ relate to personal and national identity?

 When do we feel ‘at home’? What connects us to places and other people in a way which makes us feel as we have ‘come home’? Are the Arts maybe a search for this connection?

 All artists are welcome to submit ideas or proposals for the festival. Proposals may be of any scale and be anything from a simple idea to a fully developed project. Reykjavik Arts Festival puts special focus on new work and the creative intersection of the arts. As well as more traditional arts projects we are also looking for participatory projects, work in public spaces and family friendly events.

 Please include the following information with your submission:

 Name of responsible party

Email

Telephone number

Title/working title of project

Short description of idea/project (250 words)

Supplementary material

 Send your proposals to:  proposals@artfest.is