Starfsfólk hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ býður til kynningarfundar fyrir félagsmenn AÍ í húsakynnum deildarinnar að Skipholti 1 (gengið inn Stórholtsmegin) fimmtudaginn 7. október n.k.

· Síðastliðinn vetur lauk skráningu á bókasafni AÍ í Gegni (Gegnir.is er bókasafnskerfi sem hýsir samskrá íslenskra bókasafna), en safnið er varðveitt samkvæmt sérstöku samkomulagi sem hluti af bókasafni LHÍ. Skráningin var unnin af starfsfólki bókasafns LHÍ.


· Fjögurra manna starfshópur arkitekta hefur unnið að skýrslu um Meistaranám í arkitektúr við LHÍ.  Okkur langar til þess að segja frá þeim áformum og stöðu mála varðandi MA námið.


Heimsóknin hefst kl. 17 og áætlað að henni ljúki kl. 18.30. Við hittumst í stofu 105 (gengið inn Stórholtsmegin) á jarðhæð.

Dagskrá:

· Jóhannes Þórðarson deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ býður félagsmenn velkomna og greinir stuttlega frá starfi deildarinnar undanfarin 9 ár.


· Lísa Valdimarsdóttir forstöðumaður bókasafns LHÍ greinir frá bókasafninu, skráningu á bókasafni AÍ í Gegni og kynnir hlutverk bókasafnsins


· Sigrún Birgisdóttir lektor og fagstjóri í arkitektúr greinir frá uppbyggingu arkitektúrnámsins.


· Jóhannes Þórðarson deildarforseti segir frá skýrslu um MA nám í arkitektúr og hugmyndum um fullt nám í arkitektúr við LHÍ.


· Gengið um húsakynni deildarinnar.

Kaffi og með því.

Vonumst til þess að sjá sem flesta.

Jóhannes Þórðarson
deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ