Í haust auglýsti Hönnunarmiðstöð norræna hönnunarkeppni með áherslu á hönnun sjálfbærra stóla (sjá hér). Það er skemmst frá því að segja að arkitektarnir Hjördís og Dennis komust í úrslit með prótótýpu af stólnum sínum „Swing“.  Allir þeir hönnuðir sem komust í úrslit og að lokum sigurvegrar keppninnar verða kynntir í norræna skálnum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember næstkomandi.
Við óskum Hjördísi og Dennis til hamingju með árangurinn!