Í ljósi þeirra fordæmulausu aðstæðna sem skapast hafa í íslensku samfélagi vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar hefur Hönnunarmiðstöð tekið saman gagnlegar upplýsingar fyrir hönnuði og arkitekta á ráðstöfunum sem geta nýst einyrkjum, smærri og stærri fyrirtækjum.

Hér eru gagnlegar upplýsingar sem varða réttindi á vinnumarkaði þar sem má finna svör við helstu spurningum.
BHM 
VR 
Vinnumálastofnun
KPMG 
Myndstef
RSK

Starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar munu fylgjast vel með og reyna að flytja fréttir og miðla upplýsingum eins vel og kostur er. Ekki hika við að hafa samband, koma með ábendingar eða leita ráða. Við gerum okkar besta við að aðstoða og greiða leiðir.

Hönnunarmiðstöð er í samtali við stjórnvöld hvað varðar hagsmuni hönnuða, arkitekta og fyrirtækja á sviðinu á þessum erfiðu tímum og leitast við að miðla upplýsingum um áskoranir og hagsmuni þeirra.
Meðal annars hefur mennta- og menningarmálaráðherra kallað saman
samráðshóp lykilaðila í menningarmálum til þess afla upplýsinga og tryggja
samráð og samstarf þeirra á milli.

Í samtali við stjórnvöld hefur verið lögð áhersla á þessa punkta:

– Huga sérstaklega að hagsmunum einyrkja og lítilla fyrirtækja í skapandi greinum í ráðstöfunum ríkisins.

– Í fjárfestingum hins opinbera verði fjölbreytileiki verkefna tryggður og sérstök áhersla lögð á hönnun og arkitektúr og fjárhagslegum hvötum beitt til þess.

– Veruleg innspýting í verkefna- og launasjóði, s.s Hönnunarsjóð sem mun skila sér í auknum verkefnum og starfsemi seinni hluta ársins.

– Að sókn á erlenda markaði verið unnið af og byggt á framúrskarandi
íslensku hugviti og varpi ljósi á raunveruleg íslensk verðmæti, náttúru, sköpun, sögur og upplifun.