9b6ddeb5-62c3-4f76-996b-412e045247dd
Spennan magnast… Við hlökkum til að hittast á HönnunarMars kæru arkitektar!

Endilega kynnið ykkur það sem er í boði á vefsíðu HönnunarMars eða í bæklingnum.
AÍ vill sérstaklega vekja athygli á eftirfarandi viðburðum:

  • „Arkitektagöngur“ – Sjá nánar á blaðsíðu 21 í bæklingnum. Skráið ykkur með því að senda tölvupóst á:arkigongur@gmail.com.
  • „Leyniferð Hildar og Hildar“ – Sjá nánar á blaðsíðu 21 í bæklingnum. Skráið ykkur með því að senda tölvupóst á:hildurgunnlaugs@gmail.com.

Margir fleiri viðburðir eru á HönnunarMars sem gætu verið áhugaverðir fyrir arkitekta, s.s. á vegum FÍLA og Umhverfisskipulagsdeildar Landbúnaðarháskólans.

Nú eru allra síðustu forvöð að næla sér í miða á DesignTalks sem fara fram núna á fimmtudaginn 10. mars. Þar flytur m.a. Maria Lisogorskaya erindi, en hún er ein af stofnendum Assemble arkitektahópsins sem hreppti Turner Prize árið sem leið 2015.

Minnum ykkur á að taka þátt með okkur með því að „tagga“ myndir á instagram með #arkitektar. Fylgist einnig með á Facebook síðu Arkitektafélagsins þar sem við birtum myndir.

Sjáumst á HönnunarMars!