Nú er orðið tímabært að huga í alvöru að þátttöku í HönnunarMars 2017 en HönnunarMars fer fram í níunda sinn dagana 23. – 26. mars 2017.

Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar ár hvert, þar á meðal sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar. Á HönnunarMars sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun.

Arkitektar eru þegar byrjaðir að huga að sinni þátttöku en Guðrún Ragna Yngvadóttir verður verkefnisstjóri AÍ.  Óskað er eftir hugmyndum frá arkitektum að viðburðum og uppákomum fyrir HönnunarMars og ábendingar varðandi spennandi húsnæði eru vel þegnar. Hægt er að senda hugmyndir að viðburðum eða uppákomum til Guðrúnar Rögnu á netfangið gudrun@ask.is fyrir kl. 13:00 17. janúar nk.

(Sett á vef 10. jan. 2017)