Hvernig geta arkitektar haft áhrif á hlýnun jarðar? Tölur sýna að rekja má allt að 40% losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu til byggingariðnaðarins.  Arkitektar um allan heim vinna að því að þróa leiðir til að minnka losunina. En hvað er hægt að gera hér á landi? Á sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á HönnunarMars í ár mun Arkitektafélag Íslands, Félag íslenskra landslagsarkitekta og Grænni byggð sameinast í sýningum framtíðina hins byggða umhverfis. Þar verða til sýnis lausnir sem þegar hafa verið teknar í notkun, lausnir sem enn eru í þróun og framtíðarlausnir. 

Sýningarrými: Ráðhús Reykjavíkur                                                                                                                                                                    Opnunartími: 25. – 29. mars.

  • Miðvikudagur kl. 10.00-18.00 
  • Fimmtudagur kl.   8.00-20.00 
  • Föstudagur    kl.   8.00-18.00 
  • Laugardagur  kl. 10.00-18.00 
  • Sunnudagur   kl. 12.00-18.00  

Opnunarhóf:  Fimmtudaginn 26. mars kl. 18.00 

Sýning fyrir alla fjölskylduna. 

Vinnuhópur: Björn Guðbrandsson, Hulda Einarsdóttir, Íris Reynisdóttir, Jóhanna Höeg, Lilja Kristín Ólafsdóttir og Svava Þorleifsdóttir
Sýningastjórar: Baldur Helgi Snorrason og Snorri Eldjárn Snorrason                                     
Verkefnastjóri: Gerður Jónsdóttir