Í tilefni af 10 ára afmæli HönnunarMars ætla AÍ og FÍLA í fallegt samstarf um arkitektúrinnsetningu á Ingólfstorgi. Með verkefninu langar okkur að skapa samtal og samvinnu milli landslagsarkitekta og arkitekta, arkitekta og almennings, eldri og yngri arkitekta.

Innsetningin á að skapa samtal við íbúa borgarinnar um hlutverk torga/borga/nándar/umhverfis, en það gerir hún með því að umbreyta þekktu almenningsrými í Reykjavík í takmarkaðan tíma. Innsetningin á að vera bæði góð kynning á arkitektúr/landslagsarkitektúr og vekja upp spurningar um hlutverk hins byggða umhverfis. Það er von okkar að innsetningin geri borgina skemmtilegri og hvetji til samverustunda fjölskyldna og vina með því að skapa spennandi og gott almenningsrými á meðan á HönnunarMars stendur yfir.

Við erum spennt að fá þig í þennan vinnuhóp. Allir áhugasamir sendið póst á ai@ai.is fyrir lok þessarar viku, þ.e. til og með föstudagsins 12. janúar.