20908 – Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. heilbrigðisráðuneytisins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um nýbyggingu hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði,  nánar tiltekið á lóðinni nr. 29 við Víkurbraut.

Um er að ræða 30 rýma hjúkrunarheimili, en hluti þess eru endurbætur á núverandi hjúkrunarheimili, Skjólgarði, sem nýbyggingin mun tengjast.

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 15. mars 2019 en því síðara 8. apríl 2019.  Vakin er athygli á því að þessi samkeppni er rafræn, gögn eru afhent og þeim skilað rafrænt til Ríkiskaupa, samkvæmt leiðbeiningum á heimasíðu Ríkiskaupa og  í Samkeppnislýsingu.  Skilafrestur tillagna er 30. apríl 2019.

Veitt verða þrenn verðlaun að heildarupphæð 8 milljónir kr. og þar af verða fyrstu verðlaun að lágmarki 4 m.kr.

Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES.

Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðu Ríkiskaupa (www.rikiskaup.is) en þar eru leiðbeiningar til að skrá sig til þátttöku og nálgast samkeppnislýsingu og önnur ítargögn undir nafnleynd. Gögnin eru á útboðsvefnum TendSign www.Tendsign.is,  útboðsnúmer 20908 frá og með þriðjudeginum 19. febrúar 2019.

Við vekjum athygli á því að nýr trúnaðarmaður hefur verið ráðinn fyrir samkeppnina. Hann heitir Indriði Waage og er netfangið hans: indridi@rikiskaup.is

A Samkeppnislýsing-Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði-verknúmer 20908