Hönnunarsamkeppni um hönnun hjúkrunarheimilis í Fjarðabyggð var auglýst í mars og var skiladagur tillagna 7. júní 2010.

Verðlaunaafhending vegna hönnunarsamkeppninnar fer fram kl. 17.00, föstudaginn 9. júlí nk., í kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð að Dalbraut 2. .

Sýning á öllum samkeppnistillögum verður haldin í menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð frá sama tíma. Opnunartími sýningar verður tilkynntur næstu daga á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is, Fjarðabyggðar www.fjardabyggd.is, Framkvæmdasýslu ríkisins www.fsr.is og Arkitektafélags Íslands www.ai.is.

Stefnt er að rýnifundi með dómnefnd og sýningu á samkeppnistillögunum í Reykjavík upp úr miðjum ágúst. Tilkynning þar að lútandi verður sett á áðurgreinda vefi síðar.

Virðingarfyllst
Félags- og tryggingamálaráðuneytið
Fjarðabyggð