Seltjarnarnesbær, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar tveggja þrepa samkeppni um hönnun nýs leikskóla á Seltjarnarnesi.

Lögð er áhersla á að fá fram metnaðarfullar hugmyndir sem mynda sterka byggingarlega heild með núverandi umhverfi og marka nýja hugsun í hönnun leikskólahúsnæðis hvað varðar nýtingu lóðar og húsrýmis. Í nýju húsnæði skal gera ráð fyrir starfsemi 300 barna leikskóla með öllu því sem henni fylgir. Fyrirspurnarfrestur í fyrra þrepi keppninar er til 4. janúar 2019 og skilafrestur tillagna í fyrra þrepi er þriðjudaginn 19. febrúar 2019.

Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð allt að 14.000.000 kr

Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi – Keppnislýsing

Aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar
Skipulagsuppdráttur