Föstudaginn 17. maí var tilkynnt um niðurstöðu dómefndar í hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla hjá Seltjarnarnesbæ. Alls bárust 27 áhugverðar tillögur í keppnina og voru fjórar þeirra valdar áfram í seinna þrep. Niðurstaða dómnefndar var að veita Andrúm arkitektum fyrstu verðlaun í keppninni en í dómnefndaráliti stendur um vinningstillöguna:

Mjög metnaðarfull tillaga sem mætir vel forsendum í keppnislýsingu. Heildaryfirbragð leikskólans er áhugavert
og ásýnd hans styrkir miðbæjarrými Seltjarnarness. Byggingin er skemmtilega brotin upp og vel staðsett á
lóð með tilliti til aðkomu og umferðar. Með því að byggja yfir bílastæði náði þessi tillaga stærsta útisvæði
þeirra tillagna sem komust á 2. þrep keppninnar. Áfangaskipting er góð og veldur lítilli röskun á núverandi
starfsemi á byggingartíma. Tillagan uppfyllir vel hugmyndafræði varðandi stærð rýma, innra fyrirkomulag og
bætir stöðu leikskólabarna til muna, þar sem lagt er upp með að búa börnum og starfsfólki góða vinnuaðstöðu.

Þær þrjár stofur sem komust áfram í seinna þrep ásamt Andrúm arkitektum var arkitektastofan THG, Ask arkitektar og teiknistofa arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. Innkaup hlutu VA arkitektar, tillagan Kríuhóll (sjá nánar í dómnefnaráliti) og tillagan Skjól eftir Kjellgren Kaminsky Architecture AB, Mareld Landskapsarkitekter AB og Teikn Arkitektaþjónustan.  Athyglisverðar tillögur voru valdar tillögur Andersen og Sigurdsson arkitektar/Holgaard arkitekter, Yrkis og Basalts.

Dómnefndarálit um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi

Rýnifundur verður haldinn mánudaginn 20. maí kl. 17.00. Fundurinn verður haldinn á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta!