Opið er fyrir umsóknir um ferðastyrk úr Hönnunarsjóði en frestur til þess að sækja um ferðastyrk rennur út á miðnætti 9. febrúar. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 ISK og er hægt að nálgast upplýsingar og umsóknarform hér. 

Ferðastyrkirnir eru ætlaðir hönnuðum og arkitektum til að auka möguleika á að taka þátt í erlendum samstarfs- og kynningarverkefnum, sýningum, viðburðum, ráðstefnum og viðskiptastefnumótum.

 

Í byrjun mars verður opnað fyrir umsóknir úr Hönnunarsjóði fyrir almenna styrki, þá verður hægt að sækja um í fjórum flokkum; verkefna-, þróunar- , markaðs- og ferðastyrki.

 

(sett á vef 2. feb. 2017)