b15db1b4-691b-4976-8dc8-4ba02a7a71e3

Fjallað verður um stjórnun hönnunar í mjög breiðum skilningi. Skilgreining reglugerða á hönnunarstjóra er rakin en aðaláherslan lögð á stjórnun stórra hönnunarverka, sbr. Hörpu o.fl. Reynt verður að brjóta til mergjar hvað er nauðsynlegt í stjórnun til að hönnunarvinna í flóknu verki með hundruðum hönnuða gangi upp.

Fjallað verður um samninga og hvað þarf að hafa í huga í samningum milli landa. Fjallað verður um skilgreiningar byggingarreglugerðar og túlkun hennar fyrir stór verk. Fjallað verður um tól og tæki hönnunarstjórnar.Þá verður gerð grein fyrir lagalegri ábyrgð hönnuða og um leið hönnunarstjóra.
Sjá nánar