VEGNA INNANHÚSSHÖNNUNAR Á ENDURBÓTUM OG BREYTINGUM Í SKÚLAGÖTU 4, 101 REYKJAVIK

ÚTBOÐ NR. 21067
Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR), f.h. fjármála- og efnahagsráðuneytis,  hér eftir nefndur verkkaupi, auglýsir eftir hönnuðum til að taka þátt í hönnunarútboði á innanhússhönnun endurbóta og breytinga skrifstofuhúsnæðis í Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Hér er um að ræða hönnunarútboð þar sem þátttakendur verða valdir fyrst og fremst með tilliti til hæfni og reynslu við sambærilega hönnun.  Leitað er að hönnunarteymi, sem getur tekið að sér fullnaðarhönnun, samkvæmt skilmálum og kröfum í  útboðsgögnum.

Útboðsgögnum þessum er ætlað að kynna umfang hönnunarútboðsins, tímaáætlun og kröfur til bjóðenda. Í hönnunarútboðinu verður viðhaft tveggja umslaga kerfi, þar sem annars vegar verða gefin stig fyrir hæfni og reynslu og hins vegar fyrir verðtilboð. Gert er ráð fyrir að vægi þessara tveggja þátta verði 70% hæfni og 30% verð. Að loknu útboði verður samið við eitt hönnunarteymi.

Allur kostnaður við þátttöku í þessu hönnunarútboði er á kostnað og ábyrgð þátttakenda. Verkkaupi áskilur sér rétt til að víkja í einhverjum atriðum frá ákvæðum hönnunarútboðsgagna. Hér er átt við að upp getur komið nauðsyn á minni háttar aðlögun eða þróun, en grunnforsendum og hugmyndafræði verður ekki breytt. Tímaáætlun  gerir ráð fyrir 4 mánuðum í fullnaðarhönnun til útboðs.

Útboðsgögn verða aðgengileg í TendSign fimmtudaginn 10.  október 2019.

Spurningar og svör verða meðhöndluð í hinu rafræna útboðskerfi.

Tilboðum skal skilað rafrænt í útboðskerfinu fyrir 5. nóvember n.k. . Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur.

http://www.utbodsvefur.is/skulagata-4-innanhushonnun/