Leitin að framúrskarandi verkum á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi er hafin.
Hægt er að benda á eigin verk eða verk annarra til miðnættis miðvikudaginn 11. september 2019.
Hönnunarverðlaun Íslands og málþing þeim tengt fara fram 1. nóvember 2019.

Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum; Hönnun ársins 2019 og Besta fjárfesting ársins 2019 í hönnun. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu.

Ýttu hér til að senda inn tilkynningu

Verðlaunahafar síðasta árs voru Basalt arkitektar og fengu þeir verðlaunin fyrir arkitektúr í íslenskri baðmenningu. Í tilefni að því tók Hönnunarmiðstöð þau Hrólf Karl Cela, Marcos Zotes og Sigríði Sigþórsdóttir hjá Basalt arkitektum tali og spurði þau út í verðlaunin, verkefnin og framtíðina.

Hér má lesa viðtal Hönnunarmiðstöðvar við Basalt arkitekta