Íslensk sprotafyrirtæki í skapandi greinum eiga kost á að taka þátt í alþjóðlegum hraðli Nordic Innovation House í New York. Síðasti dagur til að sækja um er 20. janúar 2018.

  • Námskeið fyrir sprota í skapandi greinum sem haldið er að hluta í Noregi og New York – og stendur yfir á alls 8 mánaða tímabil
  • Þriggja mánaða aðstaða í fyrirtækjasetri Nordic Innovation House í New York á tímabilinu
  • Aðstoð ráðgjafa, sérfræðinga og mentora

Á Norðurlöndum er hefð fyrir því að skilgreina skapandi greinar sem eftirtaldar: Arkitektúr, tölvuleikir, hönnun, kvikmyndagerð, bókmenntir, tónlist, auglýsingagerð, prentmiðlar, sjónvarp og útvarp, myndlist og sviðslistir.

Frekari upplýsingar um hraðalinn.