Orðsending frá Listaháskóla Íslands (LHÍ)

English below

Hugarflug 2018 snýst fyrst og fremst um hvernig skapa megi vettvang sem sannarlega endurspeglar viðfangsefni starfsfólks og nemenda skólans, en ekki síður þeirra sem starfa á vettvangi lista og hönnunar. Þannig hefur ráðstefnan ekkert þema að þessu sinni og enga yfirskrift. 

Þess í stað er kapp lagt á að ráðstefnan verði þverfaglegur vettvangur lista og hönnunar, sem hvetur kennara, nemendur og starfandi listamenn og hönnuði til að deila sínum spurningum, þekkingu og iðkun, og fléttar þau saman við hvort annað. Með ráðstefnunni viljum við kanna leiðir til að afhjúpa, hlusta og læra hvort af öðru með því að deila, leika og gera tilraunir.

Við höfum áhuga á að heyra frá listamönnum og hönnuðum sem vilja deila spurningum sínum, rannsóknum og praktík innan ramma ráðstefnunnar.

Við hvetjum þátttakendur til að nýta sér fjölbreytt form framsetningar – sér í lagi biðjum við tilvonandi þátttakendur að íhuga hvernig framsetningarformið geti ýtt undir merkingarbært samtal milli þeirra og annarra ráðstefnugesta. Til dæmis gætu þátttakendur sent inn tillögu að fyrirlestri, vinnusmiðju, hringborðsumræðum,vídeósýningu,göngutúrsfyrirlestri, kvöldverðarumræðum, heitapottsumræðum, opnu stúdíói, myndlistarsýningu, eða einhverju öðru.

Lengd atriða gæti verið á bilinu 10 – 60 mínútur og geta tekið á sig efnislegt eða sjónrænt form (sýning, innsetning, grafísk miðlun), performans (flutningur, gjörningur, inngrip), eða framsetningu í orði (fyrirlesturi, Pecha Kucha, sjálfs-viðtal, hrinborð, vinnusmiðja). Í öllu falli biðjum við þátttakendur að skilgreina umfang og viðfangsefni innsendra tillagna, rýmis- og tækniþörf og lengd atriðis.

Við viljum heyra frá þér ef þú ert nemandi, starfsmaður, starfandi listamaður eða hönnuður í upphafi ferils þíns, á miðjum ferli, starfar á vettvangi lista og hönnunar eða staðsetur þig á jaðrinum. Sendið okkur tillögu með spurningum ykkar, innsýn og þekkingu og takið með ykkur undrun, gagnrýna hugsun, hlustun og eiginleikann að hugsa með öðrum.

Kostnaður vegna framleiðslu nýrra verka er ekki borgaður af ráðstefnunni.

Tillögur skulu innihalda nafn, starfstitil og netföng þátttakenda, og sendast á netfangið hugarflug@lhi.is

Skilafrestur er til 8. janúar 2018.

Ráðstefnan fer fram í húsnæði listkennslu- og myndlistardeilda skólans, Laugarnesvegi 91, Reykjavík.

Hugarflug er árleg ráðstefna Listaháskólans um rannsóknir á fræðasviði lista og verður nú haldin í áttunda sinn. Ráðstefnan skapar vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun í listum og menningu, með áherslu á þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun á sviðinu. Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og setja fram ókláraðar rannsóknarniðurstöður. 

Nánari upplýsingar: http://www.lhi.is/hugarflug

Ráðstefnunefnd

 • Alexander Roberts, formaður, sviðslistadeild                                                                                                                                                                                                                                                        
 • Bjarki Bragason, myndlistardeild
 • Gunndís Ýr Finnbogadóttir, listkennsludeild
 • Thomas Pausz, hönnunar- og arkitektúrdeild
 • Þorbjörg Daphne Hall, tónlistardeild
 • Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri Hugarflugs

/////

This year’s Hugarflug on artistic and design research is primarily concerned with how to make a conference platform that is truly representative of the staff and students of the Iceland Academy of the Arts, as well as the wider art and design fields. As such, no title or theme. This means, a cross-disciplinary art and design conference at IAA that is committed to actively encouraging and supporting the staff and students of the academy, as well as those working in the field, to turn up, to share their questions, knowledge and practices, and entangle themselves in the work of others. A conference that is focused on exploring the ways in which the full diversity of the art and design fields of Iceland can discover, listen and learn from each other – through shared thinking, playing and experimenting together. 

 As such, we are interested to hear from art and design workers that would like to share their questions, research and practices within the frame of this conference. 

 We encourage the full diversity of formats – and especially encourage potential contributors to think about how their format of choice can encourage significant encounters of shared thinking and learning between the contributor and the attending audience. Potential contributors might, for example, propose to give a talk, a workshop, a round table discussion, screen videos, take us on a walking talk, host dinner discussions, stage dialogues in hot tubs, opening up their studio, installing an exhibition, or something else. 

 Lengths of contributions could be anything from 10 to 60 minutes – and can take the form of a material / visual presentation (exhibition, site-specific installation, visual communication, screening), a performance (intervention, happening, performance), a talk (lecture, Pecha Kucha, self-interview) or a discussion (panel, round table, workshop). In each case, please specify the scope and subject of your proposed contribution, the spatial needs and preferred length, as well as any technical or equipment requests you have.  

We want to hear from you if you are a student, an early or mid-career art or design worker, or a veteran of your field. Come with your proposals for contributions – your knowledge, questions and insight – as well as your wonder, criticality, listening and capacity for thinking with others. 

Any production cost is not covered by the conference, nor is travel or accommodation fees for participants from overseas. 

Submission: Please submit proposals including name, title and email address, to hugarflug@lhi.is. 

Submission deadline is January 8, 2018. 

Conference Venue: Departments of Fine Art and Arts Education (Laugarnesvegur 91, Reykjavik). 

Conference Committee 

 • Alexander Roberts, Dept. of Performing Arts, committee chair 
 • Bjarki Bragason, Dept. of Fine Art 
 • Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Dept. of Arts Education 
 • Thomas Pausz, Dept. of Design and Architecture 
 • Þorbjörg Daphne Hall, Dept. of Music 
 • Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, Hugarflug Project manager