Kallað er eftir efni fyrir Hugarflug, árlega ráðstefnu Listaháskóla Íslands, sem fram fer í níunda sinn föstudaginn 14. febrúar 2020.  Ráðstefnan er vettvangur fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun a sviðum lista og menningar, með áherslu á þann fjölbreytileika sem einkennir nálganir, aðferðir, efnistök og miðlun á þessum sviðum. Starfsfólk, nemendur og stundakennarar Listaháskólans jafnt sem annað starfandi listafólk, hönnuðir og fræðafólk eru hvött til að senda inn tillögur. Eitt helsta markmið ráðstefnunnar er að bjóða upp á öruggt rými jafningja þar sem óhætt er að spyrja opinna spurninga, framkvæma tilraunir og kynna verkefni í vinnslu.

Að þessu sinni er kallað eftir tillögum tengdum þemanu FRÁSAGNIR

Þemað má túlka í víðasta skilningi og nálgast á ólíka vegu en meðal þeirra spurninga sem það gæti kallað á eru:

 • Hvað eru frásagnir?
 • Hver eru hlutverk frásagna í samtímanum?
 • Með hvaða hætti nálgast ólíkar listgreinar og listafólk hugtakið frásagnir?
 • Hvaða frásagnir eru ríkjandi/víkjandi?
 • Hvað eru and-frásagnir eða óhefðbundnar frásagnir?
 • Hvað með frásagnir sem ganga í berhögg við ríkjandi kerfi og skipulag?
 • Hvernig getur frásögn falist í miðlun handan tungumálsins?
 • Hvernig líta frásagnir út í sögulegu og þvermenningarlegu samhengi?
 • Hver eru tengsl frásagna við tækni og vísindi, framleiðslu og miðlun, framfarir og samfélagsleg átök, vandamál og lausnir þeirra?
 • Hvers konar sögur segjum við um sjálf okkur og aðra?
 • Þarf alltaf að vera frásögn?

Við hvetjum þátttakendur til að nýta sér fjölbreyttar aðferðir og miðla til að finna framlagi sínu viðeigandi umgjörð og form. Framlag gæti til dæmis tekið á sig efnislegt eða sjónrænt form (sýning, innsetning, grafísk miðlun), verið sett á svið  (flutningur, gjörningur, inngrip) eða sett fram í orði (fyrirlestur, Pecha Kucha, sjálfsviðtal/samtalsform, hringborðsumræður, vinnusmiðja).

Þátttakendur eru einnig sérstaklega hvattir til að gera tillögur að samsettum málstofum eða viðburðum þar sem fleiri en eitt framlag tvinnast saman í eina heild.

Tillögur skulu innihalda eftirfarandi:

 • Nöfn, starfstitla og netföng þátttakenda.
 • Lýsingu á framlagi (hámark 300 orð) þar sem titill, lengd (30, 60, 90 eða 120 mín.), lýsing á viðfangsefni, efnistökum, miðlunaraðferðum og sérstökum rýmis- og/eða tækniþörfum (reynt verður að mæta þeim þörfum innan skynsamlegra marka) koma fram.
 • Stuttan texta um þátttakendur (hámark 50-100 orð um hvern).

Ef um samsettar málstofur eða viðburðir er að ræða þá skal annars vegar skila inn lýsingu á málstofunni/viðburðinum og hins vegar á hverju framlagi fyrir sig. Skilafrestur er til 25. nóvember 2019og sendast tillögur á netfangið hugarflug@lhi.is. 

Ráðstefnan fer fram í húsnæði Listaháskólans að Laugarnesvegi 91 föstudaginn 14. febrúar 2020.

Ráðstefnunefnd:

 • Marteinn Sindri Jónsson (nefndarformaður)
 • Ásgerður Gunnarsdóttir
 • Ingimar Ólafsson Waage
 • Jesper Pedersen
 • Páll Haukur Björnsson
 • Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir (verkefnastjóri)

/////

Open call for proposals for Hugarflug, 9th annual conference of the Iceland University of the Arts, that takes place February 14, 2020.

The conference is a platform for professional and critical debates about the creation of knowledge in and through all fields of arts and culture, emphasising the diversity that characterises the approaches, methods and mediations in those fields.

Teachers and students of the IUA as well as other practicing artists, designers and scholars are encouraged to send their proposals. One main aim of the conference is offering a save space where open questions can be asked, experimentations can unfold and works in progress can be presented.

This year we call for proposals related to the theme NARRATIVES

The theme can be interpreted very broadly and calls for diverse approaches, but amongst the questions this theme could raise are:

 • What are narratives?
 • What are the roles of narratives in contemporary societies?
 • In what ways do different people within different artistic and creative fields approach narratives?
 • What narratives dominate / What narratives are sidelined?
 • What would anti-narratives or alternative narratives be?
 • What about narratives that clash with our systems and ways of seeing the world?
 • How are narratives communicated beyond language?
 • What are narratives in historical and cross-cultural contexts?
 • What are the relationships of narratives to technology and science, production and media, progess and social conflicts, problems and their solutions?
 • What kind of narratives do we tell about ourselves and others?
 • Must there always be a narrative?
 • We encourage participants to use diverse methods and media to find an appropriate from for their contribution. Contributions can take the form of a material / visual presentation (exhibition, site-specific installation, visual communication, screening), a performance (intervention, happening), a talk (lecture, Pecha Kucha, self-interview/conversation) or a discussion (panel, round table, workshop).

Participants are especially encouraged to send in proposals for seminars or events around a theme where more than one contribution is intertwined into one whole.

Proposals should include:

 • Names, titles and email addresses of the participants.
 • Description of the proposed contribution (max. 300 words) including a title, length (30, 60, 90 or 120 min.), description of the topic, approach and methods as well as special spatial and/or technical requirements (we will make an effort to meet these needs within reasonable limits).
 • Short text about the participants (max. 50-100 words for each).

Proposals for whole seminars or events should include both; a description of the seminar/event and descriptions of each contribution.

Deadline is November 25th 2019 and proposals should be sent to hugarflug@lhi.is 

The conference takes place at Iceland University of the Arts, Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík in Iceland on February 14, 2020.

Conference committee:

 • Marteinn Sindri Jónsson (Chair)
 • Ásgerður Gunnarsdóttir
 • Ingimar Ólafsson Waage
 • Jesper Pedersen
 • Páll Haukur Björnsson
 • Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir (Project Manager)