Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis meðfram samgöngu- og þróunarás við Laugaveg.

Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum fyrir forval lokaðrar hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis við Laugaveg/Skipholt. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.
Hugmyndasamkeppnin gengur út á að fá fram spennandi og framsæknar hugmyndir um skipulag á svæðinu.
Markmið er að stuðla að uppbyggingu blandaðrar byggðar íbúða, verslunar og annarrar atvinnustarfsemi ásamt þróun ásýndar Laugavegs yfir í borgargötu sem eru í samræmi við meginstefnu gildandi Aðalskipulags Reykjavíkur 2010–2030.

Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar: hugmyndasamkeppni.is

 

(Birt 20. febrúar 2017)