Föstudaginn 3. júlí verða úrslit kynnt úr hugmyndasamkeppni þar sem óskað var eftir tillögum að heildarskipulagi til lengri framtíðar á lóð Heilsustofnunar. Samkeppnin er unnin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. 11 tillögur bárust í keppnina og hefur dómnefnd lokið störfum.

Verðlaunaathöfnin hefst kl. 15:00, föstudaginn 3. júlí í Kapellunni á Heilsustofnun. Streymt verður frá athöfninni og er slóðin https://us02web.zoom.us/j/85980266112