Screen Shot 2016-02-15 at 08.29.43

Garðabær efnir til hugmyndasamkeppni um tillögu að rammaskipulagi fyrir Lyngássvæði og Hafnarfjarðarveg í samstarfi við Arkitektfélag Íslands.

Markmiðið er að móta stefnu um byggð á svæðinu og vinna raunhæfa áætlun um uppbyggingu. Lögð er áhersla á spennandi íbúðarbyggð sem hentar ungu fjölskyldufólki í hæfilegri blöndu við verslun, þjónustu og skrifstofubyggingar. Einnig á góð tengsl við samgönguæðar, útivist og þjónustu. Leitast verði við að styrkja tengsl miðbæjar við svæðið við Hafnarfjarðarveg og norðan hans. Stefnt er að því að svæðið verði skilgreint sem þróunarsvæði til 15 ára í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Í kjölfar rammaskipulags verður deiliskipulag unnið í áföngum á grundvelli uppbyggingaráætlunar.

Öll samkeppnisgögn má nálgast á vef Garðabæjar.

SAMKEPPNISGÖGN
Keppnislýsing Lyngás Gardabær

Breyting hefur verið gerð á kafla 4.10 í keppnislýsingu, upphæðir sem nefndar eru sem verðlaunafé eru án virðisaukaskatts en ekki með.

Tveir fyrirspurnartímar verða sá fyrri er til og með 28. febrúar og síðari er til og með 10. april.

Skilafrestur er til kl. 16.00 6. maí 2016. Tekið verður á móti tillögum á milli kl. 13 og 16.