Instagram Arkitektafélagsins er að rumska við sér eftir smá blund. Markmið okkar með instagramreikningi félagsins er m.a. að fá að skyggnast aðeins inn í hversdagslíf starfandi arkitekts.  Arkitektastofan Tvíhorf ætlar að hefja leikinn og vera með instagram reikning félagsins þessa vikuna og sýna okkur inn í sinn heim.

Viltu vera memm? Við óskum eftir bæði stofum og einstaklingum að taka að sér instagram félagsins í eina viku og sýna okkur hvað verið er að bardúsa á daginn. Sendið póst á ai@ai.is og fáið frekari upplýsingar.

https://www.instagram.com/arkitektafelagid/