Hvert er hlutverk samkeppna? Hvað fæst úr úr þeim og hvað fæst ekki út úr þeim? Hvernig hafa samkeppnir verið í gegnum tíðina og hvernig viljum við hafa þetta í framtíðinni? Arkitektafélag Íslands stendur fyrir málþingi um samkeppnir í tilefni af sýningunni Önnur sæti. Málþingið verður haldið í höfuðstöðvum Arionbanka, í Borgartúni 19 þriðjudaginn 13. mars. Málþingið hefst kl. 15:30 og lýkur kl. 16:50. Opnun á Önnur sæti hefst strax að málþingi loknu eða kl. 17:00.

Frummælendur á málþinginu eru Sigríður Magnúsdóttir (arkitekt FAÍ, fyrrum formaður AÍ og samkeppnisefndar AÍ, Teiknistofan Tröð) Sigrún Birgisdóttir (arkitekt FAÍ, deildarforseti hönnunar-og arkitektúrdeildar í LHÍ) og Steve Christer (arkitekt FAÍ, Studio Granda). Fundarstjóri er Halldór Eiríksson.

Dagskrá málþingsins

  • Kl. 15:30-Málþing sett.
  • Sigríður Magnúsdóttir
  • Sigrún Birgisdóttir 
  • Steve Christer 
  • Kl. 16:20-16:50-Umræður
  • Kl. 16:50-Málþingi lokið
  • Kl. 17:00-Opnun á sýningunni Önnur sæti.

Frekari upplýsingar um sýninguna Önnur sæti.