Þér er boðið á opnun sýningarinnar BORGARVERAN miðvikudaginn 24. maí kl. 17:00. Norræna húsið býður upp á léttar veitingar.
Sýningin BORGARVERAN skyggnist inn í innviði borgarinnar – sýnilega og ósýnilega, ofanjarðar og neðanjarðar, náttúrulega og manngerða. Um leið er velt upp hugmyndum um borgina og veruna í borginni. Valin verk samtímahönnuða og myndlistarmanna, eru sett í samhengi og samtal við eldri hugmyndir og drauma um borgina. Sótt er í ólíka miðla, verkfæri og aðferðir sem varpa ljósi á það hvernig við mótum borgina og hvernig borgin mótar okkur.

Á meðal höfunda verka og verkefna á sýningunni:
Arkibúllan (IS)
Béka og Lémoine (FR/IT)
Einar Þorsteinn Ásgeirsson (IS)
Hildur Bjarnadóttir (IS)
Hreinn Friðfinnsson (IS)
Jan Gehl (DK)
Jón Þorláksson (IS)
Krads arkitektar (IS/DK)
Ragnar Kjartansson (IS)
Sigrún Thorlacius (IS)
Sigurður Guðmundsson, málari (IS)
Sigurður Guðmundsson, arkitekt (IS)
Úti og inni arkitektar (IS)
Þórunn Árnadóttir (IS)

Sýningin BORGARVERAN stendur frá 25. maí til 5. nóvember 2017. Sýningin og viðburðardagskrá tengd henni byggir á samstarfi við fjölmargra aðila m.a. Listaháskóli Íslands, Nordic Built Cities, Reykjavíkurborg og Skipulagsstofnun.

Sýningarstjóri er Anna María Bogadóttir arkitekt.