Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun embættis skipulagsstjóra ríkisins, síðar Skipulagsstofnun, stendur stofnunin fyrir afmælismálþingi þann 13. nóvember kl. 8.30-11.00. Á málþinginu verða flutt tvö erindi sem annars vegar horfa yfir skipulagssöguna hérlendis til þessa og hins vegar til alþjóðlegra áskorana í skipulagsmálum til framtíðar.
Erindi flytja:
- Haraldur Sigurðsson, skipulagsfræðingur. Bæjarskipulag og mótun hins byggða umhverfis á Íslandi á 20. öldinni. Nokkrir þættir, vendipunktar og mýtur úr sögu skiplagsmálanna.
- Nico Larco, Associate Professor University of Oregon. Urbanism Next: The Impacts of Emerging Technology on Cities.