Keppnin er öllum opin sem hanna lýsingu og ljós á Íslandi. Skilyrði er að verkefnið sé íslensk, þ.e. gert af stofu/einyrkja á Íslandi og að verkefnið sé staðsett á Íslandi eða gert fyrir Íslandsmarkað.

Skilyrði fyrir þátttöku er að verkinu hafi verið lokið og afhent verkkaupa á milli 1. janúar 2016 og 31. desember 2017 nema í flokki lampa og ljósbúnaðar, þar má senda inn vöru sem sem hefur verið í sölu/notkun um nokkurt skeið.

Keppt er í fjórum flokkum:

  • Lýsingarverkefni innandyra
  • Lýsingarverkefni utandyra
  • Lampar og ljósabúnaðar
  • Opinn flokkur

Sendu inn þína tillögu fyrir 15. febrúar

Frekari upplýsingar um verðlaunin er að finna á vef Ljóstæknifélags Íslands.