Listkennsludeild Listaháskóla Íslands er að ljúka sínu fyrsta
starfsári en því tíunda sem kennsluréttindanám.

Nú er opið fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár fram til 9.apríl 2010

Námið er ætlað listamnönnum sem lokið hafa bakkalárnámi (BA) í
tónlist, leiklist, myndlist, hönnun og arkitektúr, eða sambærilegu
viðurkenndu námi. Það miðar að því að þjálfa listafólk til
kennslu
ásamt því að efla með því færni og fræðilegan grunn til að miðla

þekkingu sinni á ólíkum vettvangi, og leiða listverkefni bæði innan
skólakerfisins og utan þess.

Í listkennsludeild eru tvær námsleiðir: Tveggja ára meistarnám í
listkennslu og nú í síðasta sinn eins árs diplómanám til
kennsluréttinda. Diplomanáminu verður að ljúka fyrir 1.júlí 2011 er
í
gildi taka ný lög um menntun kennara.

Námið veitir akademísk réttindi til að sækja til
menntamálaráðuneytis
um lögvernduð réttindi til kennslu á grunn- og framhaldsskólastigi.

Nánari upplýsingar um skipulag námsins og umsóknarferli er að finna á

vef Listaháskólans, sjá: http://lhi.is/umsoknir/listkennsludeild/

Kær kveðja

Kristín Valsdóttir
Deildarforseti listkennsludeildar/dean of art education department
Listaháskóli Íslands/Iceland Academy of the Arts
Laugarnesvegur 91
105 Reykjavik
kristin@lhi.is
Sími +354 5202416