Hvernig verður næsti áratugur? Hvernig ætlum við að búa í heimi þar sem krafan um sjálfbærni er alltaf að verða háværari? Hvernig ætlum við að búa á öðrum hnetti?
Þessum spurningum og öðrum ætlum við að velta fyrir okkur á hádegisfundi með góðum gestum frá New York, Madrid, Reykjavík og Osló í tilefni af HönnunarMars. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, föstudaginn 29. mars og hefst kl. 11.30.
Fyrirlesarar:
Helga Jósepsdóttir, vöruhönnuður og framtíðarráðgjafi hjá Fast Forward í Madrid, þar sem hún ráðleggur stórum fyrirtækjum og ríkisstjórnum hvernig þau ná að verða frumkvöðlar í fremstu röð.
Kristian Edwards, arkitekt og yfirhönnuður hjá Snøhetta og lykilmaður í verðlaunaverkefni stofunnar sem er fyrsta byggingin á norðurhveli sem framleiðir meira rafmagn en hún notar.
Michael Morris, arkitekt og einn aðaleigandi Morris Sato Studio Architecture og Search+ sem hefur það að meginmarkmiði að hanna arkitektónískar lausnir sem auðveldar fólki rannsóknir og búsetu í geimnum, m.a. í samstarfi við NASA.
Fundarstjóri er Hlín Helga Guðlaugsdóttir, dagskrárstjóri DesignTalks og ráðgjafi hjá Capacent.Léttar veitingar verða í boði eftir fundinn.Boðið verður upp á léttan hádegisverð að fundi loknum. Vinsamlegast skráðu þig þar sem sætafjöldi er takmarkaður.