Rúmlega tuttugu félagsmenn mættu á kynningu kjaranefndar á stöðu kjaraviðræðna fyrir arkitekta þriðjudaginn 7. janúar. Fundurinn hófst á kynningu frá kjaranefnd AÍ, en í henni sitja Sigríður Maack og Una Eydís Finnsdóttir. Að kynningu lokinni var tími til umræðna sem félagsmenn nýttu vel.

Hér má nálgast glærur frá fundinum. Kynning á kjaramálum arkitekta.

Við hvetjum alla félagsmenn til að kynna sér málið.