Í dag var stór dagur fyrir félagsmenn kjaradeildar AÍ þegar skrifað var undir kjarasamning milli AÍ og SAMARK. Forsaga þessa samnings er orðin ansi löng en síðasti kjarasamningur arkitekta rann út 2014. Kynningarfundur þar sem samningurinn verður tekinn fyrir verður haldinn þriðjudaginn 23. júní kl. 12.00. Fundurinn verður haldinn sem fjarfundur til  gefa sem flestum tækifæri á  mæta á fundinn.

Hlekkur á fundinn

Kynningarfundur sem facebookviðburður

Boðað verður til rafrænna kosninga um kjarasamninginn frá og með þriðjudaginum 23. júní til miðnættis mánudaginn 29. júní. Allir þeir sem eru félagsmenn BHM í gegnum AÍ hafa kosningarétt en mikilvægt er  allir félagsmenn kynni sér vel kjarasamninginn. Hvetjum alla í BHM til  nýta sér kosningaréttinn. Niðurstöður kosninganna verða aðgengilegar þriðjudaginn 30. júní. 

Samningur sem félagsmenn í kjaradeild AÍ kjósa um 23.júní-29.júní

BHM samningur med sérákvæðum og viðaukum

Núgildandi samningur sem féll úr gildi 2014.

Kjarasamningur 2013-Núgildandi samningur

Hér verður stiklað á stóru í forsögu málsins: 

Kjarasamningur Félags sjálfstætt starfandi arkitekta, FSSA, og Launþegafélags Arkitekta, LA, tók gildi 1. mars 2013 og rann úr gildi 28. febrúar 2014. Í millitíðinni er FSSA orðið  SAMARK (Samtökum Arkitektastofa) og jafnframt aðili  SI (Samtökum Iðnaðarinssem eru svo aftur aðili  SA (Samtökum atvinnulífsins). Til  AÍ og SAMARK gætu endurnýjað samninginn þurfti AÍ  verða stéttarfélag. 

 AÍ gerðist stéttarfélag innan BHM (Bandalagi háskólamanna) árið 2014 og vinna hófst strax við gerð nýs kjarasamnings.  Þrátt fyrir mikinn vilja strandaði vinnan ávallt á sjúkrasjóðsmálum en stór hluti arkitekta hafði greitt í sérstakan sjúkrasjóð sem þeir stofnuðu sjálfir, Sjúkrasjóð Arkitekta. Árið 1999 var gerður samningur milli VR og Sjúkrasjóðs Arkitekta um að VR myndi taka að sér að þjónusta sjóðfélaga og var langtíma markmið að AÍ myndi ganga inn í VR. Ekkert varð þó af þeirri inngöngu en VR sér enn um þjónustu við sjóðfélagaÁgreiningur er nú uppi milli Sjúkrasjóðsins og VR um eignarhald á sjóðnum. Samningaviðræður hafa strandað á þessu þar sem kjarasamningur aðildarfélaga BHM kveður á um að greiða skuli í Sjúkrasjóð BHM. Það hefur nú verið leyst með samkomulagi við BHM sem heimilar þeim sem þegar greiða í SA að halda því áfram en þeir sem gera ráðningarsamninga hér eftir greiði í Sjúkrasjóð BHM. 

Síðastliðin 2 ár hefur kjaranefnd AÍ staðið í ströngu því mjög brýnt er að arkitektar séu ekki samningslausir. Á aðalfundi AÍ í febrúar 2019 var setti stjórn sér það markmið að klára gerð kjarasamninga 2020. Í framhaldi fór af stað mikil vinna og fundarhöld sem nú hefur endað með samkomulagi milli AÍ og SAMARK sem byggir á sameiginlegum samningi 14 aðildarfélaga BHM og Samtaka atvinnulífsins en með nokkrum sérákvæðum og viðaukum frá eldri samningi. 

Í dag, 16. júní 2020, var skrifað undir samning þennan sem félagsmenn kjaradeildar AÍ kjósa um vikuna 23. júní til og með 29. júní.

Hulda Sigmarsdóttir, Gerður Jónsdóttir og Sigríður Maack með undirritaðan kjarasamning